Þið þurfið að hafa þónokkra þekkingu af photoshop til að gera þetta.
Til þess að gera þennan tutorial, þá þurfið þið 2 myndir.
Eina til þess að klippa út einhverja persónu.
Aðra til þess að setja persónuna á.
Ég valdi þessa mynd því það er bæði auðvelt að klippa hana út og hún passar við það sem við erum að fara gera.
Síðan valdi ég þennan bakgrunn
1. Klippið bakgrunninn af persónunni sem þið ætlið að nota. (Það er hægt með Filter->Extract, eða Magic Wand tool. Síðan er hægt að nota Ereaser tool eða Lasso Tool til þess að klippa. Skiptir ekki máli þótt hún sé lítið ójöfn)
2. Þegar þið eruð búin að klippa, færið þá myndina inn á bakgrunninn. (Copy + Paste)
3. Haldið Ctrl inni, og smellið á Layerinn af persónunni. Ýtið svo á Ctrl + C til að afrita hlutinn.
4. Smellið á “Channels” takkan sem er á Layer pallete.
5. Ýtið þar á “New channel” hnappinn í horninu neðst til hægri.
6. Veljið nýja channelið og þá ætti skjárinn ykkar að verða svartur. Ýtið nú á Ctrl + V. Þá ættuð þið að fá upp persónuna sem þið notuðuð í svarthvítu.
7. Hægri smellið nú á nýja channelið og gerið “Duplicate Channel” Notið þessar stillingar.
8. Nú ætti að opnast ný skrá. Save-a hana sem .psd á einhvern stað sem þið munið eftir. Því þið þurfið að nota hana eftir smástund.
9. Farið núna aftur í Layer panelið. Veljið bakgrunnin aftur og ýtið á Ctrl + J til að tvöfalda hann. Setjið nýju útgáfuna fyrir ofan persónuna.
10. Með efri bakgrunnin valin, farið í Filter->Disort->Displace. Notið þessar stillingar. Farið svo í OK. Þá kemur upp gluggi sem segir ykkur að velja einhvern .psd file, veljið þá fileinn sem við bjuggum til á áðan.
11. Myndin ætti að lýta út svona
12. Haldið Ctrl inni og ýtið á layerinn af persónunni ykkar. Þá ætti hún að vera valin. Ýtið á Ctrl+Shift+I til að snúa selection við og smellið svo á “Delete” takkan á lyklaborðinu ykkar.
13. Núna ætti bakgrunnurinn að vera farinn af efsta layernum og aðeins á að vera þar persónan ykkar í ósýnilegu formi.
14. Farið í Blending options og hakið við “Inner Shadow” Notið þessar stillingar.
15. Þá er þetta komið! En þið getið bætt meira við með því að taka “augað” af gömlu persónu layernum í Layers pallete. Þá verður persónan með fínari útlínur. Svo getið þið farið í Color balance (Ctrl+B) og sett magneta í +20.
Njótið vel og endilega sýnið okkur niðurstöður ykkar.