Ég nota þetta á allar náttúrumyndir sem ég teikna í photoshop. Þar sem ég get í augnablikinu ekki sett neina mynd á netið nema þessa litlu til hliðar, þá væri gott ef þið póstuðuð link á útkomuna hjá ykkur og ég commentaði það.
1. Gerðu nýtt skjal, ég notaði 1024x768 en það getur líklega verið minna. 210 pixla upplausn. Bakgrunnslitur skiptir ekki máli.
2. stilltu á Gradient tool, G. ýttu á örina sem vísar niður við hlið litabreytingarinnar sem valin er uppi. Þar er önnur ör sem vísar til hægri sem þú smellir á, þar kemur listi og þú velur simple.
3. Veldu efsta litinn til vinstri og smelltu síðan á myndina sem sýnir litabreytinguna.
4. Dragðu blálitinn til vinstri að miðju og smelltu á OK.
5. Dragðu línu með Gradient Tool frá botni og næstum því allveg upp.
6. Gerðu nýjan layer, Ctrl+shift+N.
7. Farðu í filter, render og clouds.
8. Zoomaðu nokkrum sinnum frá, 33,3% er ágætt.
9. Ýttu á Ctrl+T, hægrisemlltu og veldu Perspective. Dragðu annað efra hornið nokkuð frá myndinni, hitt mun fara í öfuga átt.
10. Ýttu á enter.
11. Í layera glugganum stendur ofarlega Normal, það er Blending Mode. Smelltu á það og veldu Screen.
12. Tvöfaldaðu layerinn, Ctrl+J.
13. Breyttu Blending Mode hjá nýja layernum í Overlay.
Þá er myndin tilbúin.