Sæl öllsömul

Ég ætla að segja ykkur frá þessum stórkostlega þrívíddarpakka sem Blender er. Þetta er ókeypis open source þrívíddarforrit sem hefur þróast ótrúlega hratt, og farið yfir það sem jafngildir 2-3 3dsmax versions á síðastliðnu ári.

Að gerð Blender hafa margir lagt sitt að mörkum víðsvegar úr 3d heimininum þótt það séu ákveðnir einstaklingar yfir verkefninu. Ýmsa sniðuga fídusa í Blender hefur séð í 3dsmax,XSI og Maya sem hafa ekki komið saman áður svo ég viti, eins og hinar ýmsu selection aðferðir, texturing og fleira.

Einnig eru verið að þróa mjög öflugan raytracer meðfram blender en hann nefnist YAFRAY(yet another free raytracer)og með honum er hægt að framkalla flottari myndir en orð fá lýst (mörg dæmi á www.yafray.org).

Það sem er einkar sérstakt við blender (fyrir utan hve öflugur og ókeypis hann er) er að hann inniheldur svokallað game-engine, og er hægt að forrita leiki og “gagnvirkar kynningar” (interactive presentations) beint inní blender, og eru nokkur dæmi um þetta á http://www.blender3d.org

Blender er mjög virkt open-source project og er því í sífelldri þróun, og nýjir spennandi fídusar í hverri útgáfu en síðustu útgáfur þegar þetta var skrifað voru
Blender 2.34 - 5 ágúst 2004
Yafray 0.0.7 - 5 ágúst 2004

og eru aðeins 5 dagar síðan


annars er hægt að fá Blender, tutorials, myndir og fleira blender tengt á blender.org(hér eru forums og slíkt) eða blender3d.org

Binaries fyrir Blender er nú gefnar út fyrir eftirfarandi stýrikerfi:

Windows 98/ME/2000/XP
Mac-os X 10.2
Mac-os X 10.3
Linux i386 2.2.5
Linux PPC 2.3.2
Solaris 2.8 sparc
Irix 6.5 mips3
FreeBSD 4.9
FreeBSD 5.2
(sourceinn gæti compileast fleiri útgáfum en hér eru upp gefnar)

Þess má til gamans geta að Blender + Yafray fyrir windows tekur minna en 6 Megabæti, ótrúlegt en satt, engir textures í þeim pakka, en það er hægt að ná í þá aukalega á síðunum tilgreindar neðst.
Vonandi fannst ykkur þessi grein fróðleg og ég hvet alla sem hafa minnstan áhuga á þrívídd til að skella sér að prófa þetta.
Þið verðið helst að skoða einn eða tvo tutorials til að byrja þó þið hafið reynslu í öðrum pökkum því gui-ið er mjög sérstakt, en tekur ekki langan tíma að læra á það og er mjög skilvirkt þegar þið eru búin að því.

http://www.blender3d.org (almennings síðan tutorials ofl. hér)
http://www.blender.org (development síðan, forums, downloads og fleira hér)
http://www.yafray.org (heimasíða Yafray hægt að sækja það hér ásamt myndum gerðar með blender og yafray)

Kveð að sinni
Ævar Ö. Kvaran (Skrekkur)