Jæja nú hefur Softimage gefið út ókeypis útgáfu af XSI sem heitir XSI EXP þannig að þeir sem hafa ekki átt milljón á lausu fyrir hugbúnað geta nú fengið XSI löglega, það eru mun færri takmarkanir á þessari útgáfu en öðrum álíka útgáfum eins og td Maya learning editon, en einu takmarkarnirnar eru að þú getur ekki renderað myndir í hærri upplausn en 510*510 upplausn og það er ekki hægt að vista myndirnar fyrir “commercial” fullu útgáfuna heldur bara fyrir EXP útgáfuna. Og það getur einungis notað einn örgjörva.
Fyrir utan þessar takmarkanir er útgáfan jafn virk og Fulla útgáfan og má nefna myndir eins og “Final Fantasy” , “Minority Report” og “SW ep2” sem þetta forrit hefur komið mikið við sögu og fulla útgáfan kostar litla 11,750.00 dollara í smásölu.
Þennan pakka er hægt að fá á heimasíðu Softimage http://www.softimage.com/products/exp/v3/
Það þarf að registera en það að kostnaðarlausu og tekur pakkinn kringum 150 mb, og mætti ég svo benda á snilldarsíðuna www.3dbuzz.com fyrir nokkur ókeypis kennslumyndbönd sem eru mjög fræðandi og skemmtileg.
Allir 3D áhugamenn ættu ekki að láta þetta tækifæri framhjá sér fara.
Lágmarks kröfur fyrir pakkan eru
Windows 2000,Windows XP PRO eða meðal nýlegt linux
256MB vinnsluminni
OpenGL fært skjákort/þrívíddarkort með minnst 8MB RAM
1280*1024 upplausn
Þriggja takka mús
og 200-300 MB laus fyrir swap
Meira er það nú ekki
Skrekku