Spurning hvort ég komi með smá input hérna inn.
Ég kláraði stúdentspróf árið 1996. Byrjaði þá að vinna í prenti alveg óvart og lærði vel á Photoshop, Illustrator og Photoshop, aðallega þó til þess að prenta fyrir aðra og gera við illa farnar ljósmyndir, stefndi ekki að verða hönnuðurm áhuginn kom síðar.
Árið 1999 fór ég suður, með litla portfolio möppu, vann á 2 litlum stofum og hélt áfram að bæta mig í hönnun, lærði betur á hönnunatólin og hélt að ég væri farinn að rokka, en það var samt alltaf þetta issue að fara í hönnunarnám. Ég vann þangað til um vorið 2002 og ákvað þá að sækja um í LHÍ, er núna búinn með 1. ár og er mjög ánægður….. en ok, það sem ég ætlaði að segja var það að ég er ekki góður að teikna í höndunum, aðal málið er að vera sífellt að spá og spekúlera í hönnun, gera hönnun að lífstíl.
Mexico, ég semsagt skora á þig að læra á hönnunartólin, finna grúvið og reyna síðan að komast í skóla sem býður þér BA í grafískri hönnun. Skóli sem kennir bara á hönnunartólin gefur þér ekkert, og eins og málin eru í dag er bara ekki nóg að mæta í viðtal með flotta möppu, það er frekar erfitt að fá starf við grafík í dag, því miður. Lærðir hönnuðir ganga oftast fyrir, ég var á annari skoðun þegar ég var ekki lærður en þá var líka uppgangur og voða mikið að gerast, en kannski kemur það aldrei aftur, hver veit?…
en ok, gangi þér vel dude…
Dominante //Alli
www.aaj-design.net