Baldur vinur minn skipti yfir í pc fyrir ári síðan, og þar sem að mér hefur alltaf fundist hann baldur vera á undan sinni samtíð þá hugsaði ég með mér “kannski er bara komið að því … kannski ætti maður bara að fara að skipta yfir í pc”… þess ber reyndar að geta að Baldur er ekki jafn mikill fontafíkill og ég, hann hefði ekki þurft að þýða yfir 16.000 týpu letursafn, þannig að skiptin hafa eflaust verið miklu auðveldari fyrir hann en mig, en samt…
þremur mánuðum seinna heyrði ég í Baldri, og hann var kominn með ógeð. mánuði seinna seldi hann XP lappann sinn og keypti sér TiBook.
það fer rosalega í taugarnar á mér að það er miklu meira vesen fyrir mig að horfa á DiVX í G4 466 vélinni minni en það er yfirleitt á pésum, en þegar það kemur að hreinni vinnu, þá er makkinn bara skemmtilegri, og auðveldari.
Vélin mín var keypt fyrir 16 mánuðum síðan, og á þessum tíma hef ég tvisvar lent í veseni með hana. í annað skiptið keyrði ég Norton Antivirus, og þá komst hún í fínt lag, og í hitt skiptið þá búttaði hún eitthvað undarlega, og ég fór í Extensions möppuna og prófaði að aftengja nýjasta extensionið. ég hef ALDREI þurft að strauja hana eða installa stýrikerfið aftur. Reynið að gera það á pésa ;)
Raggi: ekki nota Classic skelina. ef þú þarft að vinna svona mikið í Classic forritum, ekki nota OS X. mér finnst gaman að fikta í OS X í skólanum, en ég nenni ekki að setja upp OS X á vélinni minni ennþá út af því að mér finnst þetta ekki vera orðið fullmótað stýrikerfi ennþá.
Svo virðist þetta OS X drasl allt (fh 10, ps 7, illustrator 10 etc…) líka vera skrifað fyrir miklu hraðari vélar en mína, á meðan ps 6 og fh 9 eru svaka snappy í os 9.2.2 í vélinni minni þá eru ps 7 og fh 10 fokk slow bæði í 9.2.2 og os x hjá mér.
það sem makkinn býður uppá framyfir pésann er líka akkilesarhæll vélarinnar: stöðugleiki.
ef þú lítur á þetta sem kost, þá eru engir email ormar að fara að skemma vélina þína, og vélin þín er ekki að fara að downloada sjálfvirkt einhverjar kerfisuppfærslur sem skemma öll stolnu forritin ´þín, og þú þarft ekki að setja allt klabbið upp á nýtt á 4 mánaða fresti, en ef þú lítur á þetta sem galla, þá ertu ógeðslega lengi að bíða eftir PC forritum (4 mánaða bið eftir napster, 6 mán. bið eftir audiogalaxy, 6 ára bið eftir nothæfu rhapsody/os x etc..), þú átt erfitt með að kaupa og nota drasl vélbúnað (8.990 kr. skannar virka oftar en ekki ekki á makka t.d.) og svo framvegis.
Ég væri geðveikt til í að eiga XP box til að horfa á bíómyndir með og skoða Flash síður og nota microsoft forrit með (við erum með þau öll en þau virka öll örlítið betur í pc), en ég myndi ekki að nenna að *vinna* á vél sem hættir að virka eða verður skrýtin á 6 mán. fresti.
vinir mínir sem vinna á báðum platformunum eru samt yfirleitt á því að makkinn er örlítið skárri í grafíkvinnu, en ef þú kannt á vel á tölvu og meginnþorri þess sem þú gerir í vélini er ekki hrein grafík þá er PC betri. ég geri samt aðallega bara grafík í minni vél, þetta er vinnutæki fyrst og fremst, og þarafleiðandi er ég feginn að þetta sé makki.
sv.