Til lukku með op-stöðurnar Hlynur og bmson, það verður gaman að fylgjast með hvernig málin þróast hérna á Grafík. Mig langar að henda nokkrum hugmyndum fram svona til að sýna smá lit þar sem ég sjálfur er splunku-nýr Huganotandi…
Korkar
Ég sé að á mörgum áhugamálum er aðeins einn eða tveir korkar sem heita “almennt um … ” og lýsingin á þeim er sú sama og titillinn. Ekki að virka.
Hvernig væri að setja upp nokkra korka sem gætu t.d. kallast:
Grafísk hönnun
Teikningar (Illustrations)
Umbúða-hönnun
Hreyfimyndahönnun (flash, QuickTime, animated gif o.s.frv.)
Vefhönnun
Viðskiptahliðin (allt sem kemur að samningum, launum, tilboðagerð o.s.frv.)
Tól og tæki (öll umræða sem snýr að hugbúnaði, vélbúnaði og jafnvel aukabúnaði)
og svo framvegis og svo framvegis… allavega ekki henda öllu og öllum saman á einn kork.
Kennsluefni
Jújú… þetta er allt gott og blessað að gefnir séu linkar á hinar og þessar síður, en mér finnst það þurfi að hugsa þetta vel áður en hent er inn linkum út um all. Hversu langt og djúpt á að fara í þessari linkavitleysu ef svo mætti kalla. Það eru óendanlega mörg söfn linka með linka í önnur óendanlega mörg linkasöfn… fattið? :-) Alls ekki illa meint en pælið aðeins í þessu, það þarf ekki meira en einn nettan leitarstreng á google eða yahoo til að finna góða linka, hvort sem um er að ræða kennsluefni eða Portals fyrir grafíkiðnaðinn.
Skoðanakannanir
Er ekki líf fyrir utan Photoshop annars? :-)
— — —
Annars er ég sammála fyrri ræðumönnum að það þurfi að vera opnari umræða fyrir túlúnum, gagnrýni og almennum pælingum á verkum annarra sem og síns eigin, auglýsingum sem eru í gangi, ársskýrslum, geisladiskahulstrum, hverju sem er bara ef það er ÍSLENSKT. sem kemur mér að öðrum punkti…
… það væri gaman að sjá þetta áhugamál þróast út í AL-íslenskan vef þar sem öllu sem heitir íslenskt í þessum bransa væri gefin gaumur. Prentsmiðjum, auglýsingastofum, einstaklingum með rekstur, hönnunarstofum… jú neim it. Frozt er t.d. brilliant framtak sem var löngu tímabært.
jæja.. hættur þessu röfli… þetta voru mín tvö eurocent.
kveðja,
Wonko
Já, gaman að fá tillögur. Þetta fer í hugmyndapottinn.
…annars liggur við að mér finnist að þú ættir að koma með mér og bmson í “admin” liðið!
Þú ert bara með svo fáa punkta ennþá. Það er nú létt verk og löðurmannlegt að kippa því í liðinn. Þú skrifar bara nokkrar góðar greinar og sendir inn myndir og þá er þetta komið. Ég var t.d. rétt skriðinn yfir 500 punkta þegar ég komst að.
Já, þessi pæling þín um kennsluefnis-krækjurnar er ágæt. Hins vegar er augljóst að við höfum ekki tækifæri á að skrifa kennslubækur í grafík, enda er þetta unnið í sjálfboðavinnu, þú skilur. Veit ég vel að auðvelt er finna krækjur með góðri leit á Google, en það er að sama skapi handhægt að hafa lista af góðum krækjum á sama stað fyrir afmarkað efni, eins og hér.
Ég tek undir með þér að við þurfum að endurskoða korkana og efnis-titla þar. Við munum gera það í rólegheitum. Ég sagði hér fyrr að “góðir hlutir gerast hægt”, og stend við það! Ef ég væri að vinna hér sem “admin” á launum þá myndi ég frekar segja að “góðir hlutir ættu að gerast tiltölulega hratt”, en svo er ekki ;-)
Takk fyrir innleggið Wonko. Fræbært að fá hugmyndir og ráðleggingar. það er nauðsynlegt til að gera þetta betra úr garði, allt saman.
0
Ef ég mætti leggja orð í belg varðandi korkana!
Það er mín reynsla að því flokkaðari sem spjallveggir eru því minna er talað á þeim… eða virðist þannig! Því held ég að það væri betra að halda þessu almennu og ekki of kategoræsuðu!
Ragnar Freyr
onrushdesign.com
0
Það er rétt að of mikil flokkun geti haft fráhrindandi áhrif og jafnvel að lítið sé um uppfærslur… þá sérstaklega á litlum miðli sem Hugi er.
til dæmis er HOW Magazine með kork sem allt fer undir sama hatt og öll topic birtast á sömu síðunni og er þ.a.l nokkuð auðvelt að renna í gegnum greinar þar. En svo eru það stærri miðlar eins og GAG.org sem eru með mjög góða flokkun á sínum umræðuhópum og sjálfum finnst mér mun áhugaverðara að fletta þar í gegn því þegar við erum að tala um einvherja hundruði pósta þá tek ég flokkun framyfir kaosið :)
kveðja,
Wonko
0