Skil ekki pælinguna með svona skjám. Jújú voða flott í flight simulator og þægilegt í hljóð/myndvinnslu þar sem þú þarft oft að hafa fullt af forritum opin í einu, en hvaða helvítis tölva á að geta keyrt td. Crysis í 2880x900 punkta upplausn (þá er ég að tala um alienware skjáinn)?
Maður verður að velja skjá sem tölvan ræður við. Þetta er eins og vera með 1080p sjónvarp en fastur með 5 þúsund króna DVD spilara. Græðir ekki mikið á því :/