
Ég keypti þessar græjur á sýnum tíma fyrir alla fermingarpeningana mína plús þá sem ég hafði safnað í langan tíma. Ég man alltaf eftir því þegar ég og pabbi minn fórum í leiðangur í bæinn til að kaupa græjur. Við fórum í allar þessar helstu hljómtækjaverslanir og enduðum í Takti en þar voru þessar græjur keyptar. Þær unnu EISA verðlaunin sem besta heimabíó árið ‘98-’99 minnir mig. Ef ég væri með símanúmerið hjá þeim sem ég seldi þær þá væri ég örugglega búinn að hringja í hann og spyrja hann hvort að hann væri ekki til í að selja mér þær til baka!
Kveðja,