Problem með heimabíó kerfi.
Ég er með LG LH-T250 5.1 heimabíó kerfi hérna sem er tengt við tölvuna mína og er alveg excellent en stundum þá stoppar bara allt og það kemur bara svona static hljóð í heimbíóinu eins og það sé stillt á enga útvarpsstöð á útvarpi. Það lagast ef slekk og kveiki á því en það er samt pirrandi ef maður er að horfa á bíómynd og svo gerist þetta þá þarf að pása myndina, slökkva og kveikja á heimabíóinu og halda svo áfram og þá er maður alveg dottinn úr myndinni. Ef einhver veit hvað er að og veit um lausn þá væri það mjög vel þegið.