Þar sem ég hlusta nú nær eingöngu á vinyl plötur, þá hef ég ákveðið að selja geislaspilarinn minn. Hann er að tegundinni AH! Njoe Tjoeb 4000. Þetta er að upplagi Marantz spilari sem snillingurinn Herman van den Dungen, sá hinn sami sem er á bak við PrimaLuna lampa magnarana sem fást í Hljómsýn, hannaði. Helsta breytingin er að það eru 2 stykki EC88/6922 túbur í útganginum, betri straumbreytir og aðrir íhlutir, auk þess sem þessi spilari er með 192/24 upsampler borðinu.

Hér er á ferðinni einstaklega góður spilari fyrir áhugafólk um hljómtæki og þau sem vilja njóta tónlistar í hágæða hljómtækjum. Þessi spilari fær alls staðar mjög góð ummæli. Sjáið bara umfjallanir eins og þessar hér:

http://www.tnt-audio.com/sorgenti/tjoeb4000_e.html
http://www.enjoythemusic.com/magazine/equipment/0501/tjoeb4000.htm
http://www.stereophile.com/cdplayers/1103tjoeb/
http://www.audioreview.com/cat/digital-sources/cd-players/ah/njoe-tjoeb-4000/PRD_125042_1586crx.aspx

Þessi spilari kostaði þar til fyrir skömmu vel yfir 1000 dollara/evrur með upsampler borðinu. Bætið við það íslenskum vörugjöldum og VSK til að fá tilfinningu fyrir verði út úr búð hér. Ég hef tök á að selja hann í Bandaríkjunum á 5-600 dollara, en datt í hug að bjóða hann fyrst hér á landi á 60 þúsund (ekki umsemjanlegt). Ef þið hafið áhuga endilega sendið mér línu og ég býð í heimsókn að hlusta á græjuna - get jafnvel lánað hann heim ef um semst.