Ég gerði þau miklu mistök að versla mér skjávarpa hjá Svar árið 2007. Hefði allt eins getað hent þeim peningum út um gluggan, eða hugsanlega googlað svar og séð horror sögurnar:

http://aglebagle.blogspirit.com/archive/2006/05/21/svar-t%C3%A6kni-ehf.html

http://malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t5251-0.html


Fór með mitt mál til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa (http://www.neytendastofa.is/Pages/648)

Álit hennar eru tvö eftirfarandi mál:

Mál nr. 50/2009
Kaup á skjávarpa. Neytendakaup.
Álitsbeiðandi keypti skjávarpa sem bilaði tvisvar. Skjávarpinn var til viðgerðar þegar beiðni um álit barst kærunefndinni og taldi seljandi að henni ætti að vera lokið. Kærunefndin féllst ekki á kröfu álitsbeiðanda um riftun en hann hafði sjálfur beðið um að gert yrði við kjávarpann. Kærunefndin áleit að seljandi ætti að koma skjávarpanum í fullkomnu lagi í hendur álitsbeiðanda. Gerði hann það ekki ætti álitsbeiðandi rétt á að rifta kaupunum.
http://www.neytendastofa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2061


Mál nr. 71/2009
Kaup á skjávarpa. Neytendakaup.
Álitsbeiðandi keypti skjávarpa sem reyndist gallaður og krafðist hann rifturnar á kaupunum. Kærunefndin hafði komist að þeirri niðurstöðu í áliti frá 18. ágúst 2009 að álitsbeiðandi ætti ekki rétt á því að rifta kaupunum skilaði seljandi honum skjávarpanum í fullkomnu lagi fyrir ákveðinn tíma. Álitsbeiðandi taldi að það hefði seljandi ekki gert því að skjávarpinn hefði bilað skömmu eftir að seljandi hefði skilað honum úr viðgerð. Kærunefndin taldi að í viðskiptum aðila hefðu komið fram þeir gallar á söluhlutnum að álitsbeiðandi ætti nú rétt á að rifta kaupunum og fá kaupverðið endurgreitt.
http://www.neytendastofa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2101


Í kjölfarið á þessari niðurstöðu var ég einfaldlega settur á ignore, ég náði að plata einn ágætan starfsmann svar í það að svara mér með því að þykjast ætla að kaupa af þeim eftirlitskerfi. Þá fékk ég einfaldlega það svar að þeir væru ekki sammála niðurstöðunni, ég fæ ekki svör hverju þeir eru ekki sammála. Niðurstaðan er enginn varpi, enginn peningur, ekkert svar;(