Keypti mér eitt svona svakalegt kvikindi (kaldhæðni) í miðjum Oct. or something. og e-ð varð til þess að ekkert heyrist í 2 hátölurunum sem eg er með tengda í Magnararann.http://www.audio.is/catalog/product_info.php?products_id=589

Já ég er búinn að prófa aðra hátalara og þeir virkuðu ekki, prófaði þrjár mismunandi RCA snúrur en ekkert vildi gerast.
Því næst ákvað ég að prófa annan spilara en niðurstaðan sú sama.
Þá var ég búinn að sannfæra mig um að þetta væri magnarinn. Hann sýndi grænt ljós sem þýðir víst að hann eigi að vera í lagi.
Eins þrjóskur og ég er þá ákvað ég að fara samt með hann í Audio.is til að láta lýta á hann, J. plöggar hann við litla bassakeilu og jújú auðvitað kom sound strax í hann…

-
RCA=ok
2spilarar=ok?
Powersupply+ground=ok
Magnari=ok
Hátalarar=ok? (að 3 hátalarar bili á sama tíma er mjög ólíklegt)
Öryggi=ok
Remote=ok


Hvað fleira á ég að líta á?