Ég á fjóra 25 ára gamla hlunka hátalara, 2x Marantz og 2x Jamo. Þeir eru allir með morknar keilur þannig að þær eru rifnar í drasl hjá mér. Hvar fæ ég bara stakar keilur í svona?
Ég á í bölvuðu veseni með að finna einhverja búð hérna heima sem selur bara stakar keilur í svona hátalara, en þið kannski vitið um einhverja og ef svo er, vitiði eitthvað hvað þær kosta c.a.?
Annars getur verið að eina lausnin sé að kaupa bara keilur ætlaðar fyrir bíla og setja þær í hátalarana. Væri það hræðilegt?
Vonandi að þið getið svarað einhverjum af þessum spurningum þar sem að ég nenni ekki að spandera peningum í nýjar græjur vegna þess að þessar eru svo æðislegar.