Hvítmálaður veggur virkar frábærlega vel. Gott er að smíða ramma utanum, ég gerði það sjálfur. Keypti gólflista, klæddi þá með svörtu tau-efni og festi ramman svo upp á vegg.
Að hafa svartan ramma utanum gerir ótrúlega mikið fyrir myndina, hann eykur “perceived contrast”, þ.e blekkir augað svolítið og myndin virðist hafa betri contrast.
Lykilatriði er að mála ramman með alveg mattri svartri málningu, eða klæða með tauefni eins og ég gerði, svo að hann endurkasti engri birtu.
Hérna er mynd af veggnum hjá mér, kemur fjandi vel út:
http://www.haukurhaf.net/library/3187/proc/9/image.jpg