En ég er einn af þeim sem fer í góðan göngutúr á hverjum degi til þess að fá smá hreyfingu. Hef verið að taka Sennheiser HD25 heyrnatólin með í göngutúr tengd við ipodinn því soundið er bara svo GEÐSJÚKT.
En samt þetta er dýrt spaug. EF það kæmi rigning eða eitthvað þá náttúrlega vill maður ekki skemma svona góð heyrnatól. Þau eru í góðu lagi ennþá en ég var að spá í að fá mér einhver önnur ódýrari til þess að nota við ipodinn.
En það er bara svo erfitt að leita að ódýrari headphonum þegar maður er góðu vanur frá HD25.
Vitiði um einhver ódýr heyrnatól frá 10-15 þúsund sem eru fín svona ipod heyrnatól. Þurfa að hljóma vel :)
Mér finnst bara allt vera drasl því ég er vanur HD25 þannig ég er í vanda staddur.
Eins og ég segi, hef nefninlega verið að fara með þau út í göngutúr, en vill ekki að þau skemmist á endanum því þetta eru svona mín vinnuheyrnatól líka í hljóðvinnslunni þegar ég er að semja tónlist og taka upp og þar þarf maður að heyra besta mögulega soundið.
Cinemeccanica