Sælir,
Ég er kominn með leið á 22“ Samsunginum mínum, ekki það að hann sé lélegur, en langar í stærra. Hef verið að skoða þann möguleika að kaupa sjónvarp og nota hann sem tölvuskjá. En aðalmálið er að það sé FullHD (er það ekki naðsynlegt ef ég vill fá háa og góða upplausn til að sjá stafi skýra) og svo las ég einhversstaðar að 1:1 pixel mapping er nauðsynlegt líka. Ég er svona helst að leita mér af 37”, ekki minna né stærra þar sem herbergið mitt er takmarkað í stærð.
Endilega sendiði linka á 37" sjónvarp með 1:1 pixel mapping sem fæst á íslandi,
Takk fyrir, THX