sælir
ég kann ekkert á bílgræjur svo ég vonast eftir góðum svörum frá eh sem kann á svona.
Ég er með 4 frekar gamla alpine hátalara. 2 þeirra eru 6-1/2“ 2-way hátalarar sem á stendur 90peak - 30W RMS. IMP. 4 OHMS.
Hinir 2 eru 6x9” 3-way hátalarar og á þeim stendur það sama og á þessum minni. Ég er með geislaspilara sem á stendur 4x40W. Nú er ég algjör nýgræðingu svo mig langar að vita hvort það sé nóg að vera með geislaspilarann eða þarf maður eh magnara?