Sælinú, svo virðist sem iPodinn minn er ekki alveg að hegða sér eins og hann ætti að gera.
Fékk fullt af lögum frá einni tölvu og það virkaði fínt, svo fékk ég mér EphPod forritið til að bæta við smá af mínum eigin lögum.
Svo fær vinur minn iPodinn minn lánaðan og nær í eitthvað af lögunum mínum og skellir yfir á sinn iPod með hjálp frá EphPod forritinu líka. Eftir það segir iPodinn að það séu engin lög á honum þrátt fyrir að þau eru þar til staðar greinilega þar sem þau taka enn sama plássið sem þau gera og iTunes sýnir að hann finni ekki nein lög, svo fer ég á EphPod og þar eru þau öll til staðar…
Hvað ætti ég að gera?
Er með iPod Classic 80 gb ef það skyldi hjálpa…
Bætt við 19. júlí 2008 - 21:20
Oh og já, semsagt iTunes virðist ekki finna iPodinn minn…Eða semsagt nafnið hans kemur allavega ekki upp og engin lög sjást…Gawsh, gaman að vera newb á iPod.