DVD, HDDVD og Blue Ray… það hljómar kanski eins og ég sé að grínast, en mig vantar video tæki! :s
Mig vantar að taka upp gamlar spólur, með efni sem var tekið upp á gamla video cameru á sínum tíma, og vantar því video tæki til að spila þær.
Er einhverstaðar verið að selja video tæki nú til dags? Eina sem ég hef fundið eru DVD og video saman. En svoleiðis tæki kosta allavega 40 þús. Hefði nú viljað komast upp með að eyða aðeins minna í video en það.
En þar sem að ég er að fara taka upp gamlar spólur (sem eru enþá í góðu lagi) þá vil ég frekar kaupa nýtt tæki heldur en eitthvað gamalt sem gæti skert gæðin. Vil helst ná upptöku af þessu eins góðu og mögulegt er.
Einhverjir sem vita nánar hvort/hvar video tæki fást?