Pabbi var að kaupa ZEN V Creative spilara handa mömmu og þar sem þau kunna ekkert á þetta þá var ég fenginn til að henda þessu inná tölvuna og setja tónlist inná.
Ég byrja á því að setja þetta á heimilistölvuna sem er btw. algjört drasl en það gekk alveg. En þar ég get ekki dl. tónlist þangað þá ákvað ég að hafa hann bara á minni tölvu og setja tónlist þaðan.
En svo er ég búinn að henda inn forritunum af disknum sem fylgdi með og er svo beðinn um að tengja Spilarann svo ég geti register-að. Þá finnur tölvan spilararnn og segir að ég geti register-að.
En svo þegar ég ætla að henda tónlist inná hann, og fer í My cpu og í Zen V series media explorer, þar sem ætlast er til að ég láti tónlist inná, þá þykist tölvan ekki finna spilarann, en samt er hleðslu merki á honum, einsog gerist með iPod og tölvann fann hann þegar ég var beðinn um að register-a.
Ef það er einhver sem getur hjálpað mér með þetta, þá endilega henda inn comenti.