Munurinn á HD Ready og Full HD felst í þeirri upplausn sem sjónvarpið styður.
HD Ready styður að hámarki 1280*720P/1920*1080i á meðan Full HD er 1920*1080P
Sjónvarpstæki eru oftast merkt með 720p, 1080i eða 1080p. Þessar tölur standa fyrir hversu margar línur
eru birtar á skjánnum í hverjum ramma.
i-ið og P-ið skipta einnig máli.
i-ið stendur fyrir
interlaced sem þýðir að önnur hver lína er birt á skjánnum í hverjum ramma,
það er að sega í fyrsta ramma eru það lína 1,3,5 o.s.fr og svo í næsta ramma línur 2,4,6 o.s.fr. sem
felur í sér að eingöngu 540 línur eru sýndar í hverjum ramma.
p-ið stendur fyrir Progressive sem þýðir einfaldlega að hver rammi birtir allar línurnar á skjánum sem
gefur oftast talsvert betri myndgæði sérstaklega þegar um er að ræða hraðar hreyfingar.
Þess má geta að allar upplausnir sem eru notaðar í tölvuskjám eru “p” upplausnir.
Til þess að tæki geti talist HD Ready þá þarf það að geta sýnt að lámarki 720 línur.
Einnig er ekkert vitlaust að kíkja á eftirfarandi greinar á Wikipedia.
http://en.wikipedia.org/wiki/High-definition_television
http://en.wikipedia.org/wiki/Hd_readyog svona fyrst Blu-ray ætlar sér að verða arftaki DVD
http://en.wikipedia.org/wiki/Blu-raySjálfur vildi ég sjá HD-DVD vinna.