Ég óska eftir tillögum um bestu græjur í heimi,
verð frá 1.000.000 til 100.000.000 kr.
Og svo óska ég eftir tillögum þar sem að ég fæ sem mest fyrir peninginn, sem sagt skynsamlegustu kaupin, græjur sem að gera 90% af því dýrasta.
Og ekki sakar það að eftirtaldar græjur líti vel út útlitslega séð.
Nú það sem að ég stefni á að kaupa er að kaupa t.d. Krell Fbi magnara og Krell Evolution 505 geislaspilara og svo tengja það við B&W 802D hátalara. Og hvaða útvarp er svo best við þessa stæðu.
Ég á núna Krell Kav 280p formagnara og Krell Kav 2250 kraftmagnara og Dali Helicon 800 hátalara, Marantz CD 14 geislaspilara og Nad S400 útvarp.
Þessi tæki mín eru til sölu. Verð 1.230.000 kr.
Ég óska svo eftir því að fá uppgefnar einhverjar góðar hljómtækjasíður á netinu. Ég get nefnt sem dæmi: www.audioreview.com, og www.ecoustics.com og www.enjoythemusic.com.
Mitt mat er svo að topplínu hátalaranir frá B&W og Jm Lab sé það besta sem til er, og einnig Martin Logan Summit eða Vantage.
Svo eru hljómtæki frá Mark Levinson, Pass Labs og Plinus einnig ábyggilega mjög góð.
Og einnig topplínurnar frá Musical Fidelity.
Kveðja Jonni
jonnis@visir.is