Það er mál með vexti að ég var að taka myndir út af vélinni hans pabba, en þá vantar snúruna en það er minnisrauf á hinni tölvunni. Ég fer og tek kortið úr og set í tölvuna, þá frýs tölvan allt í einu og ég þarf að loka glugganum og enda með að þurfa að restarta henni.
Þegar ég er búinn að restarta henni og sting aftur kortinu í kemur að það séu engar myndir á myndavélinni. Þetta hefur gerst áður og við vissum ekki ástæðuna, en komumst að því að talvan gerir þetta. Þetta eru allar jólamyndirnar, afmælismyndir pabba og litla bróður míns. Ég gerði þetta á einhverri gamalli Medion tölvu sem er til hérna.
Með fyrirfram þökk um hjálp Arnar!