Þú áttar þig vonandi á því, að það er hættulegt að vera með bílgeymi inni í herberginu þínu.
Í fyrsta lagi þá er mjög sterk sýra inni í þeim, sem er mjög slæmt að fá yfir sig, ef einhver hendir honum óvart um koll.
Í öðru lagi, þá myndast vetni, sem er mjög eldfim lofttegund, þegar rafgeymir er hlaðinn, svo þú ert að búa til eldhættu inni hjá þér, þegar þú ert að hlaða rafgeyminn.
Svo það að nota hleðslutæki, og rafgeymi, er ekki góð lausn, heldur stórhættuleg út frá öryggis og heilsuverndarsjónarmiðum.
Varðandi oHmin, þá já færðu vissulega hljóð útúr hátölurum, þó svo að þú sért ekki með sama viðnám, í magnaranum, og hátölurunum. Hins vegar þá ertu að tapa afli, ef ohmin passa ekki. Einnig er hætta á að valda skemmdum, ef oHmin passa ekki.
Kveðja habe.