En ég hef verið að skoða hátalarasnúrur og verð að segja að mér finnst verðið hér ótrúlega hátt. Hitti reyndar sölumann í greininni í gær, sem sagðist búa til sína kapla sjálfur úr deigum silfurvír og hulsu.
Það væri gaman að heyra hvort fleiri hafa notað silfur og hver kostnaðurinn er (pr. m).
Framleiðandinn að kittinu, sem ég er að fá mér, mælir með tvívíringu fyrir þá, en bestu útkomuna telur hann of dýrt að senda, þ.e. coax (URM 67), sem er rúmlega 10 mm í þvermál, fyrir bassann og síðan allþykkur silfurhúðaður margþættur vír úr hreinsuðum kopar og með teflon einangrun (2mm kjarni). Hvort tveggja mjög ódýrt hjá honum en flutningskostnaður frá Englandi er hár. Í staðinn býður hann VanDamme 2.5mm tvíleiðara “Studio Grade”. Er nokkur hér sem þekkir það merki af raun? Þetta mun vera notað í Abbey Road og hjá BBC.
Bassinn er hinn framlengdi armur laganna.