Veit ekki hvar ég á að posta þessu en ætla að prófa hér.
Þannig er mál með vexti að ég aftengdi flakkarann í tölvu frænda míns til að láta hann fá eitthvað dót og svo setti ég USB lykilinn hans í tölvuna mína til að fá eitthvað.
Svo tengdi ég flakkarann minn aftur og gat ekki spilað nein lög eða neitt og þurfti að “locatea” allt. Þá sá ég að flakkarinn var í j/ drifinu en ekki g/ eins og venjulega.
Hef ekki hugmynd um hvað ég get gert, prófaði að skipta um USB en það virkaði ekki.
Endilega hjálpið mér ef þetta er á réttu áhugamáli.