Ég er með frekar öflugan sambyggðan magnara, NAD C372 (2 x 150 wött). Ég held að sambyggðir magnarar innihalda bæði formagnara og kraftmagnara? (correct me if I'm wrong), er meira svona bara að pæla í hljóðinu sem kemur út úr tækjunum en ekki hvernig þau virka :P
En ég var að pæla… Já ég var að pæla í Beat 200 formagnaranum frá Densen! Gæti ég tengt hann við minn magnara og notað minn þannig bara sem kraftmagnara? Og ef svo er hvernig kemur út að mixa svona ólíkum framleiðendum saman. NAD og Densen er nátturlega í gjörólíkum klassa…