Ég keypti bíl um daginn og honum fylgdi gamalt Panasonic CQ-RDP383N bíltæki sem maður þarf alltaf að slökkva á eftir að maður drepur á bílnum, annars bara gengur það þangað til að bíllinn er rafmagnslaus.
Það fer svolítið í taugarnar á mér að þurfa að gera þetta alltaf þannig að ég tók tækið út og skoðaði víra setninguna á ISO tenginu að tækinu og sá að batterí (gul) og ACC (rauð) snúrurnar voru báðar tengdar í ACC (rauð) snúruna, með Y tengi, á ISO tenginu.
Þannig að ég finn aðra gula snúru á ISO tenginu, og tengi batterí snúruna við hana og prófa tækið, set í gang og drep á bílnum og allt gengur vel og allt helst í minninu á tækinu, þannig að ég geng frá þessu og set tækið aftur á sinn stað.
Síðan fer ég inn í búð og kem aftur eftir x langan tíma og þá er allar tón- og útvarpsstillingarnar komnar aftur eins og maður sé að ræsa tækið í fyrsta skiptið. Og ég fer að skoða þetta og þá gerist þetta alltaf eftir x langan tíma sem er slökkt á bílnum og það skrítnasta við þetta er að þetta gerist bara þegar ég tek ekki frontinn af.
Veit einhver hvað er í gangi?