Er hérna með smá vandamál.
Þannig er mál með vexti að hátalarnir afturí hjá mér ákváðu skyndilega að hætta að virka.
Þegar ég leit aftur í skottið þar sem magnarinn er þá sé ég rautt ljós á honum þannig að ég skoða allar snúrur og sé að jörðin er með eitthvað lélegt tengi svo ég laga það. Og þá verður ljósið grænt.
En samt sem áður er einsog það komi ekkert rafmagn upp í hátalarana.
Er búinn að fara yfir allar snúrur og öryggi og það er allt í góðu allstaðar og allar vel tengdar.
Samt sem áður virka hátalarnir ekki neitt nema það kemur stundum svona bank í þeim.
Þetta virkaði fínt um daginn en allt í einu hætti það og ákvað að verða með vesen =)
Allar uppástungur vel þegnar.