Er að selja Flat TV Link, eða Scart switch. Af hverju? Búinn að fá mér nýtt sjónvarp með fáránlega mörgum tengjum. Þessi græja er hins vegar brilliant þegar maður er bara með 1-2 scart tengi á sjónvarpinu en 3-4 græjur sem maður þarf að tengja við. Þá er scart tengið á sjónvarpinu ansi fljótt að skemmast ef maður er alltaf að skipta (and I should know!).

Græjan er með fjórum inngöngum og einum útgangi. Tengin eru ekki bara scart, heldur heill hellingur: Scart, RCA, S-Video og digital optical. Hægt að lesa meir um þessa snilld hérna: http://www.marmitek.com/en/catalogus/product.php?subgroep=52&product=272

Þeir sem hafa notað hefðbundin scartfjöltengi kannast eflaust við að missa hljóðgæði í gegnum þau, og jafnvel myndgæði líka en slíkt kemur ekki fyrir núna þar sem hver inngangur er með sér tengingu í útganginn. Græjan kemur með fjarstýringu þannig að maður þarf aldrei að standa aftur upp úr sófanum.

Þetta kostar 7999 nýtt í BT, ég var að hugsa um 5000 kall. Þetta er um ársgamalt og ég á ábyrgðarskírteinið hérna einhversstaðar.

Fyrstur kemur fyrstur fær :)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _