Svo kom mp3 spilarinn og allir fengu sér svoleiðis ásamt hljómflutninggræjum úr hvítu plasti með slotti fyrir mp3 spilarann og allt hljómar svo vel..
Nema að það hljómar bara eiginlega alls ekki vel, sko, geislaspilarinn átti að skila tónlist með meiri gæðum, þeas hærri upplausn en vínyllinn og jújú, það má endalaust rífast um hvort sé betra vínyll eða geisladiskur, en mp3 útgáfa af lagi er amk töluvert lakari kostur en upprunalega masteringin af sama lagi á geisladisk, hún er líka yfirleitt lakari en jafnvel skítsæmileg vínylmastering og bara ögn skárri en kasettuupptaka í rauninni.
Hvers vegna hefur þróunin á afspilunartækjum á tónlist leitt til lakari hljómgæða þegar flest önnur tæki þróast frekar í þá átt að þau verða betri?
Og afhverju látum við bjóða okkur þetta?
Ef þú gerir samanburð í almennilegum hljómtækjum (ekki Logitek tölvuhátölurum) á mp3 skrá og svo aftur sama lagi í frumútgáfu á disk (semsagt ekki disk sem þú brenndir uppúr mp3 skránni heldur keyptu eintaki af disknum) þá ætti munurinn að vera ljós eða allavega heyranlegur, ef þú getur svo hlustað á sama lag af vínylplötu spilað með góðum plötuspilara þá ætti jafnvel munurinn að vera enn meiri.
Ég ætla að bíða með að fá mér Ipod þangað til þeir verða orðnir það stórir að ég geti sett cd safnið mitt inn á þá án þess að krumpa það niður í mp3 skrár, ég heyri muninn og ég held að það geri það flestir ef þeir gera samanburðinn.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.