Jæja, þannig er mál með vexti að ég á slatta af bíómyndum sem mig langar að skrifa á DVD en það er aðeins einn spilari á heimilinu sem vill spila þá.
Stofuspilarinn vill ekki spila diskana, ekki ferðaspilarinn minn en ferðaspilari bróður míns sem var keyptur erlendis er sá eini sem tekur við diskunum. Sá spilari heitir Orbit.
En það er frekar fúlt þar sem við viljum öll horfa á myndirnar og helst fyrir framan sjónvarpið.
Ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti ekki bara tengt laptopið við sjónvarpið og var þá að velta fyrir mér hvers kyns snúrur og dót ég þyrfti til.
Ég var líka að velta fyrir mér hvort ég gæti verið að nota ranga DVD diska eða rangt forrit.
DVD diskarnir heita Titanium + DVD-R
Forritið er Nero Burner.