Það er svo annar punktur í að kaupa HD DVD spilara í dag… Þessar tvær fyrstu kynslóðir (sérstaklega önnur) eru svo ótrúlega vandaðar í smíðum að ég hef ekki séð annað eins.
Ég kíkti á HD-XE1 (
http://ef.is/?sida=vara&m=37&pid=1196) um daginn og hann er úr þykku svörtu burstuðu áli á öllum hliðum og öll lógó (dts, dolby o.s.frv.) eru svört þannig að spilarinn er ekki allur útataður í lógóum (eins og allir dvd spilarar). Gullplöggar aftan á og fleira og fleira. Og hér er ég bara að tala um byggingu spilarans.
Ég prófaði svo að lyfta honum upp og þyngdin er gífurleg miðað við stærð - maður finnur að það er í alvöru stútfullt af búnaði inn í body-inu.
Svona græjur eru nánast aldrei framleiddar í dag. Þessi kynslóð HD DVD spilara eru eins og apple tölvur á meðan venjulegir dvd spilarar eru eins og pc-tölvu boxin.
Svo hefur Toshiba líka sagst ætla að senda út upgrade í rúm tvö ár þannig að hann er ekkert að fara úreldast.