Ég mundi nú aldrei nokkurn tíman versla tölvubúnað við þá þar sem verðin hjá þeim í þeirri deild eru bara grín, en þeir eru með góð verð á flestum LCD tækjum og ég held að það sé ekkert verra að versla við þá en einhverja aðra í þeirri deild.
Annars er ég svona 90% viss um að þetta sjónvarp sé 60hz því bravia tækin eru nú ein vinsælustu LCD tækin í heiminum og mjög margir sem nota þau í leikjaspilun svo ég held að það geti bara ekki verið að það styðji ekki 60hz.
Annars var ég að spá með verðið hjá þeim. Ertu viss um að þetta sé rétt verð?? 32 tommu útgáfan var nefnilega í BT bæklingnum fyrir stuttu á svipuðu verði ef mér skjátlast ekki. Það er allavega ekkert að marka þessa síðu þeirra ef þú fékst þetta þaðan. En ef þetta er rétt verð þá kostar 32 tommu bravia jafn mikið í elko
http://www.elko.is/item.php?idcat=18&idsubcategory=210&idItem=5102(reyndar band vittlausar upplýsingar sem þeir um tækið þarna hjá þeim, öll bravia hafa HDMI tengi og VGA tengi og allan andskotan)