Já ég held þetta sé bara sent yfir HDMI, S/PDIF hefur ekki bandvíddina í þetta (max 1.5Mbits/sek). Reyndar eru sumir framleiðendur með aðra möguleika sem flestir byggja á firewire, en ég held þeir séu allir á útleið með tilkomu HDMI… t.d. eru Pioneer með iLink og ég veit að Denon eru með eitthvað svipað.
Ég veit ekki alveg hvernig er best fyrir þig að komast að þessu, þetta er stundum ekki nefnt í specs á mögnurum og í sumum tilfellum hefur þessu verið bætt við eftirá með firmware upgrade.
En ég veit þó að magnarinn verður að styðja amk. HDMI 1.1.
Topp týpurnar frá Pioneer geta allar gert þetta, ég á VSX-AX4ASi-S og þetta virkar fínt á honum.
Stærsti kosturinn við að hafa magnara sem ræður við þetta er að geta tekið við lossless sound frá t.d. HD DVD spilara. Þá sér spilarinn um að decoda Dolby TrueHD og DTS-HD og sendir út í gegnum HDMI sem uncompressed LPCM merki.