Ég er á engan háttinn að alhæfa um þetta og setti viðbótina til að leggja áherslu á það
ég er ekki að meina að pakkinn sé flottur eingöngu útaf framleiðslulandi
Þó verður það að viðurkennast að elektróník sem er framleidd og sett saman í Japan er
almennt af hærri gæðum en frá flestum (ef ekki öllum) öðrum löndum. Japanir gera allt aðrar kröfur til raftækja en vesturlandabúar - líta á raftæki sem fjárfestingu fremur en útskiptanlega græju. Þeir eru sérstaklega óþolinmóðir gagnvart göllum og bilunum.
Denon, sem dæmi, framleiðir magnara í Kína sem hljóma dúndurvel og eru frábært value. Þó eru þeir í allt öðrum flokki en hinir dýrari Japansframleiddu magnarar þeirra þegar á „build quality“ er litið.
Sama á við um hátalara. Kínaframleiðsla getur verið fínt value en þar sem hátalaraframleiðsla er meira handverk heldur en að raða rafmagnspörtum saman getur kínaframleiðslan sjaldan mátað handframleiðsluna.
Enn og aftur, hér meina ég almennt litið.