Bang & Olufsen og Bose eru mjög ofmetnar græjur. Bæði fyrirtækin keyra mikið á lífstílsauglýsingum - eru að reyna selja þér þá ímynd að þú sért flottur gæji með svona í stofunni. Þar að auki er B&O barn eldri tíma og hönnun þeirra föst í 10.áratug og tilgerðarlegum „sjáðu-hvað-við-erum-framsækin“ ham. Þeir lifa enn á gamla orðsporinu.
Erfitt að stinga upp á einhverju fyrir þig. Þrusu græjur fyrir þig eru kannski drasl fyrir aðra.
HeimabíóEf þú horfir jafn mikið á bíómyndir eins og þú hlustar á tónlist (og með jafn miklum áhuga - ekki bara niðurhalað divx) þá er sniðugt að kaupa heimabíó. Stereó úr heimabíó er ekki eins gott og úr stereó magnara en þar kemur samt inn mælikvarði hvers og eins… Sumum finnst heimabíó dúndurgott í stereó (rosa ýktur bassi t.d.) Kauptu magnara fyrir ca. 50 þúsund, hátalara 40 þúsund og snúrur fyrir eins mikið og þú tímir (helst ekki minna en 15-20 þúsund í svona pakka).
Góð heimabíó í þessum verðflokki:
- Onkyo -
http://www.pfaff.is/- Denon -
http://www.ef.is/StereoEf þú horfir lítið á bíómyndir og tónleikadiska þá færðu meira útúr peningnum í stereó. Kauptu Intergrated Magnara (ekki útvarpsmagnara) og cd spilara aðskilið. Gólfhátalarar gefa þér svo miklu meiri vídd í hljóminn - en miðað við bookshelf í sama verði, eru þeir oft ekki jafn detailaðir. Í þínu tilviki grunar mig að krafturinn skipti meira máli og þá myndi ég mæla með gólfhátölurum. Dæmi: ca. 40 þúsund í magnara og 60 þúsund í hátalara (eða ca. 25 magnara, 25 spilara, 50 hátalara). Sama gildir um kapla og í heimabíó - ekki spara í kapla.
Fínt stereo í þessum verðflokki:
- Denon -
http://www.ef.is/- Cambridge -
http://radiobaer.is- Rotel -
http://www.pfaff.is/Hátalarar eru fjölmargir. Farðu í allar búðirnar með CD diska sem þú þekkir og fáðu að hlusta. Ekkert hlusta of mikið á hátalara sem eru of dýrir fyrir þig því þá seturðu allt of gott viðmið. Segðu líka strax við sölumenn hvað þú ætlar að eyða og þá færðu hreint svar.
Smá tips í endann… Ekki versla við stóru markaðina - oftast vita þeir ekki baun um hvað þeir tala á meðan smærri búðir eru með áhugamenn í vinnu.