Bose er að mínu mati fallegustu græjur(heimabíó) sem í boði er. Og ekki skemmir fyrir að hljómurinn er engu líkur. Allavega hef ég ekki heyrt í neinu betra.
Bose er samt fyrirtæki sem fer í mál við hvaða blað sem gefur þeim lélega dóma, þessvegna finnur maður hvergi review fyrir Bose græjur í neinum blöðum.
bose heh, get nú ekki lofsungið það dót, þvert á móti jafnvel, ef þú villt eitthvað “nett” en með sound sem kom mer á óvart ættiru að prufa OrbAudio ;)
það er akkúrat sem bose er, alltof alltof dyrt miðanvið hvað þu færð fra þeim, þeir eru bara einhverjir markaðsetningar snillingar ekkert annað =) fá ser bara alvöru hátalara usher eða paradigm etc mikklu flottari anyway ;)
hehe inn á flestum audio forum-um sem að maður stundar þá koma alltaf reglulega einhverjir nýjir gæjar sem verða svo steinhissa á að bose þyki frekar hlægilegt í hifi heiminum…..
satt, bose hefur líka sína kosti. þó að þetta verði aldrei mjög flott þá geturu hent þessu í nánast sama hvaða herbergi sem er og það hljómar alltaf eins. umhverfið virðist hafa lítil áhrif, annað en með alvöru hifi.
Ef þú ert að leita af svona litlum hátölurum og bassaboxi tjékaðu þá líka á Mission m-cube, hef ekki heyrt í þessu sjálfur en þeir hafa fengið mjög flotta dóma.
Jú þú þarft magnara og spilara við þetta, það er ekkert umboð hér fyrir Mission held ég en það er spurning um að flytja dótið inn, Ég myndi mæla með Denon magnara þeir hafa verið consistantly góðir og þeir eru til í flestum verð flokkum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..