Tónlist á bara ekkert heima í bíókerfi, surround eða einhverju þvíumlíku að mínu mati.Þegar maður hlustar á live musik þá fær maður hljóðið framan á sig og maður beinir alltaf andlitinu að því sem að maður er að hlusta á. Ef þú hlustar á DVD tónleika í surround útgáfu þá heyrist mjög lítið í bakhátulurum annað en umhverfishljóð, fögnuður hlustenda eða eitthvað þvíumlíkt en aðalhljómurinn kemur úr frontunum og dreifist þaðan um herbergið.
Ég tók reyndar eftir því á SigurRósar tónleikunum að þeir voru með hátalara fyrir aftan mig þar sem kom annar hljómur en það sem kom úr frontunum og fannst mér það persónulega alveg mislukkað,
Því er það líkast raunveruleikanum að nota stereo að mínu mati og það sem ég kýs. Ég vill einnig bara tvo góða hátalara sem ná góðum botni, heillar mig ekki lengur að noga botn.
En miðað við lýsinguna þína á hvernig þú hlustar þá lítur út fyrir að þú viljir meiri hávaða á kostnað sánds og það er í raun allt annar pakki.
Bætt við 6. janúar 2007 - 14:28 Hvað græjur ég myndi mæla með í hlustun þá er ég svoldið forvitinn fyrir Primare, eru búnar að vera fá fantagóða dóma í ýmsum tímaritum.
Sjá nánar hér
www.primare.net