Ég fékk mér flatskjá um daginn (Neovo F-419) og það gerðist allt í einu tvennt í einu í dag.
1. Tölvan vildi ekki ræsa stýrikerfið.
2. Það sást ekki neitt á skjánum.
Ég tengdi gamla skjáinn við (var sem betur fer ekki búinn að handa honum inn í bílskúr) og lagaði stýrikerfis vandamálið, en svo prófaði ég aftur að tengja flatskjáinn við og þá virkaði hann allt í einu aftur. Er ég með gallaðan skjá eða er fræðilegur möguleiki að skjárinn hafi ekki virkað út af hinu vandamálinu? Eða er tölvan mín andsetin? Ég veit að þetta er heimskuleg spurning, ég meina skjárinn á bara að hlýða og sýna það sem er sent á hann, hann veit ekkert hvað er í gangi í tölvunni! Bleh! Núna bíð ég bara eftir að skjárinn detti aftur út, ég er með kvittunina og allt þannig að það ætti ekki að vera vandamál…