Það er gríðarlega algengur misskilningur úti í þjóðfélaginu í sambandi við þessi blessuðu wött. Fæstir vita eða vilja vita um hvað málið snýst og er það miður.
Hinsvegar þarf það ekki að taka nema u.þ.b. 40 mínútur af lífi manns að kynna sér hvað wött eru og sérstaklega hvað þau eru ekki.
http://en.wikipedia.org/wiki/Watthttp://en.wikipedia.org/wiki/Root_mean_squareRMS þýðir ekki það sem Íslendingar hafa hingað til haldið að það þýði. Hvort hægt er að breyta hugsunarganginum eitthvað, veit ég ekki, en það má a.m.k. benda á góða ástralska grein um málið:
http://www.hifi-writer.com/he/misc/rmspower.htmEinnig mjög gott:
http://en.wikipedia.org/wiki/Ohmhttp://en.wikipedia.org/wiki/Signal-to-noise_ratiohttp://en.wikipedia.org/wiki/Impedance“In the field of audio, mean power is often (misleadingly) referred to as RMS power. This is probably because it can be derived from the RMS voltage or RMS current. Furthermore, because RMS implies some form of averaging, expressions such as ”peak RMS power“, sometimes used in advertisements for audio amplifiers, are meaningless.”
Stutt svar við spurningunni þinni er þetta:
Best er að vera sem kraftmestan magnara, en þá verðurðu að passa að spila ekki of ‘hátt’ of lengi. Of kraftlítill magnari fer hreinlega illa með hátalarana og eyðileggur þá á endanum.
Það sem framleiðendur eða endursöluaðilar líma á græjurnar segir almennt ekkert til um hvað þær geta eða gera. Því miður verðurðu að nota eyrun til að velja græjur, allt annað er óáreiðanlegt.
Mbk,
Drengur
Portus.is