Ég er með Fostex RP T20. En ertu að meina að þú tengir magnarann fyrir headphone'in við útganginn á magnara sem þú ert með? Ekki ertu með headphone'in tengd beint við hátalara-útgang á magnara, því þá áttu á hættu á að steikja headphone'in!
Sæll. Það er svona umbreytibox sem bæði breytir straumnum í hærri spennu eða um ca 240 í mínum og í pro útgáfunni í ca 540 volt man reyndar ekki svo nákvæmlega . Hér sérðu typuna mína nema mín er eldri typa. http://www.fl-electronic.de/neuklang/staxsr84.html
Ég á 2 stk af lampa headphone-a mögnurum, …reyndar ekki Musical Fidelity EN ég get lofað þér því að þeir báðir hljóma betur heldur en X-Cans V2 frá Musical Fidelity (átti hann og var fljótur að reyna að losa mig við hann þegar ég heyrði í hinum) …en hafðu endilega samband ef þú hefur áhuga, stærri magnarinn er hátalaramagnari líka 2 x 8w í classa A single ended
Já, ég var að tala við náunga sem er að smíða hljómtæki með lömpum og hann sagðist hafa prufað magnarann frá MF og hann var ekki ánægður með sándið. Fyrst að þú er einnig að mæla gegn því að ég kaupi mér magnarann þá er ég hættur við að kaupa hann ;)
Ég er reyndar að hugsa um á láta þennan mann sem ég þekki, smíða fyrir mig lampamagnara fyrir heyrnartólin, mig langar að sjá hvenig það kemur út :)
Já svona alveg eins sko, hef í rauninni ekkert að gera við hann svona þannig séð… getur skoðað hann inná stereo.is undir “magnarar” hann er neðstur þar minnir mig… (þessi sem er einnig með hátalaraútgangnum) en hinn er svosem alltí lagi ekki eins hlýtt lampasound en engu að síður mjög gott (hann fer á sirka 15 þús)
Hann tekur ca. 60 kall fyrir að allt saman, ég held að það sé nokkuð gott verð miðað við að þetta sé handsmíðað. En ég er ekki klár á spekkum, það eina sem ég veit er að það verður lampi í þessu og að þetta verður betra en MF dótið því að hann sagðist hafa prufað það og sagði einfaldlega að það væri “crap” miðað við þann sem hann getur smíðað! :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..