Ég held að það sniðugasta fyrir þig væri einfaldlega almennilegt Logitech eða Creative hátalarakerfi, sérstaklega ef þú þarft ekki DVD spilara. Þar sem að nánast allir heimabíópakkar í dag koma með DVD spilara þá er það bara málið.
Þetta geturðu fengið í flestum tölvuverslunum s.s. Tölvulistanum, Computer.is/Tæknibær og Task.
Hérna eru surround pakkarnir sem Logitech býður uppá. Ég mæli eindregið með Z-5500 kerfinu en
Task selja það t.d. á 49.900 Kr.
Hérna er flott kerfi frá Creative en það fæst t.d. hjá
computer.is á 47.405 Kr.
Það eru aðallega
Logitech og
Creative sem eru með einhver alvöru surround kerfi og stærstu kerfin þeirra gefa þokkalegu heimabíókerfi ekkert eftir. Síðan hafa stærri kerfin oftast ýmsa tengimöguleika.
Kv. Sverri