Surround'ið er sá hluti hátalarans sem reynir hvað mest á. Að nota eitthvað annað en sérstök viðgerðarefni er ekki ráðlagt. Einangrunar límband myndi losna af eftir smá tíma, það myndi einnig eyðileggja hljóminn í hátalaranum og gæti jafnvel skemmt hátalarann algerlega vegna þess að surround'ið hjálpar spider'num (membran sem er undir cone'inum) að stýra vírspólunni í gap'inu sem að hún hreifist fram og til baka í. Þú getur örugglega googlað eitthvað eins og “speaker surround repair” eða “speaker recone”. Þetta er náttlega matsatriði: Ef að þetta eru einhverjir ódýrir hátalarar þá myndi ég úrskurða þá ónýta, en ef að þetta eru hátalarar sem eru einhvers virði, þá skalltu reyna að verða þér útum nýtt surround á hátalarana (það er oft hægt að kaupa bara surround'ið) eða athuga hvort að það séu seld “recone” kit fyrir þessa hátalara.
…Annars er alltaf hægt að prufa tape'ið ,'-)