Oki, “here it goes” ,'-)
Þú þarft að ákveða hvernig drivera (hátalarakeilur og tweeterar) þú ætlar að nota, hversu stóra og hversu marga 2way, 3way, 4way.
Síðan þarftu að hanna hátalaraboxið þannig að það virki rétt fyrir hátalarana, ætlarðu að porta bassann eða ekki.
Þig vantar crossover fyrir þetta til að þetta virki rétt.
Í boxið þarftu náttúrulega efni og ég mæli með MDF eða birkikrossvið, birkikrossviðurinn er dýr en hann er líka eitt besta efni sem þú getur notað til að smíða hátalara úr. Hversu þykkt efni þú þarft fer eftir hversu stór og öflugur hátalarinn er.
Dæmi:
Fyrir hátalara sem er 3way (15in bass, 12in miðja og high freq.) þá er 19mm málið og 25mm í framhliðina.
Fyrir hátalara sem er 3way (8in bass, 5in miðja og high freq.) þá er 12mm-15mm í kassann og 19mm í framhliðina.
Þetta fer algerlega eftir því hvað þú ert til í að eyða miklum peningum og vinnu í þetta. Þú getur hennt þessu saman á einum degi eða þú getur haft þetta sem lífstíðarhobbý!
Þú getur notað margar aðferðir við að líma kassann saman. Þú getur notað kökur til að binda samskeiti, þú getur stífað kassann allan að innan (minnkar box resonance og eykur hljómgæði).
Ef þú ætlar að porta bassann þá þarftu að verða þér útum forrit eða formúlu til að ákveða hversu langt og stórt portið á að vera til að þú náir sem mestu út úr bassanum. Googlaður bara eitthvað eins og bass port calculator eða formula eða eitthvað svipað.
Síðan er það náttúrulega hjartað í kassanum, hátalaranir!
Ertu að spá í að smíða PA hátalara eða heimilisvæna hátalara? Ég er ekki mjög mikið inní því hvar þú getur fengið hátalara en mig minnir að íhlutir séu með eitthvað og geta sjálfst einnig bennt þér á aðra. Síðan eru líka Hljóð-X sem eru með JBL Professional, þar geturðu pantað industrial hátalara, þeir eru fokdýrir en “you get what you pay for”.
Þú þarft að ákveða hvernig crossover þú ætlar að nota. Active eða passive. Active er notaður áður en signalið fer í gegnum magnaran en passive er inní boxinu og er þá væntanlega milli magnara og hátalarans. Íhlutir ættu að geta einnig reddað þér crossoverum eða teikningum til að smíða svoleiðis.
Ég held að þetta sé eitthvað smá til að koma þér af stað.