Jæja hvað segja alvöru græjumenn um headphona?
Það hafa verið miklar vangaveltur í gangi hjá mér um að uppfæra græjurnar eða að kaupa sér almennileg höfuðtól… ja eða bara bæði :)
Ég beini þessari spurningu sérstaklega til þín feitur þar sem þú ert kóngurinn í græjunum og tala um eitthvað annað en i-pod :) (hehe smá grín)
Ég hef verið að skoða Grado headphona og er mjög hrifinn… Segjum sem svo að maður kaupi sér stereo græjur fyrir 200 þús, sem er svona “la-la” kemstu ekki nálægt góðum Grado headphonum í soundi (fer samt mikið eftir smekk hvort menn fíla hátalara eða headphona).
Fyrir tónlist, þá fær maður svo MIKIÐ meiri hljóm fyrir peninginn í headphonum… eða þið skiljið… maður þarf ekki að eyða aleigu sinni til þess að fá “hinn fullkomna hljóm” inn í hausinn á sér. Eða eins og einhver sagði hérna einhverntímann… ,,Grado eða dauði"
Eða hvað hafið þið að segja um þetta mál ?