Já, þannig er mál með vexti, að ég fékk Medion geislaspilara í bílinn í jólagjöf. Flottur spilari sem getur spilað þetta og hitt, og svo er líka usb tengi. Ég var að setja spilarann í bílinn í gær, og var að hlusta á disk, jeij gaman. En svo þegar ég slekk á bílnum og fer síðan í hann daginn eftir, byrjar diskurinn sem ég var að hlusta á kvöldið áður frá byrjun! Þetta er mjööög pirrandi, sérstaklega þar sem ég er einmitt með Opeth disk, og lögin þeirra eru svona 14 min! Ég vona svo innilega að þetta sé bara e-ð stillingarvandamál, því ég nenni ekki að þurfa alltaf að fletta milli laga, ég vil geta hlustað á allan helvítis diskinn á nokkrum dögum, án þess að þurfa alltaf að sleppa sumum lögum, eða byrja upp á nýtt á þeim.
og ég er búin að prófa að fikta í einhverjum tökkum, en ekki virkaði það..hjálp please!