Sæll,
Ég er búinn að vera að stúdera þetta svolítið, fara í búðir hérlendis og lesa mér til á netinu.
Flatsjónvörpin eru núna virkilega farin að ógna “gömlu” túbutækjunum og í sannleika sagt eru flat-tækin orðin töluvert betri en túbutækin, allavega hvað mynd varðar. Ég ætla ekki að fara að útskýra muninn á Plasma og LCD, Megin munurinn er að Plasma notar Gas og flókið ferli til að framkalla mynd en LCD er í grófum dráttum bara mjög, mjög margar ljósdíóður,
True High-Definition tæki er með yfir 6 milljón díóður! (1920 vídd x 1080 breidd x 3 litir).
Það sem ég hef tekið eftir er að það er orðið miklu meira um LCD tæki heldur en Plasma, Philips er t.d. með miklu fleiri LCD tæki heldur en Plasma. Ætli það sé ekki líka bara dýrara að framleiða þau.
Persónulega finnst mér betri gæði í sjálfri myndinni í LCD tækjum, litirnir virka meira “natural” þeir eru skarpir en ekki bjagaðir. Mér finnst litirnir í flestum Plasma tækjum svolítið ýktir (of sterkir) og það sést meira að segja stundum að þeir séu bjagaðir (órói/flökt á litnum, sérstaklega rauðum lit). Plasma tæki hafa hingað til gefið meiri birtu og verið með hærra “contrast ratio” en LCD tækin, en það er ekki lengur, nýjustu LCD tækin sýna orðið sambærilega birtu.
Passaður þig að horfa ekki mikið á “contrast ration” töluna, hún er orðin ofmetin af flestum, það er engin sjáanlegur munur á tæki sem er með 6000:1 og 3000:1 …nema verðið!
Fyrst og fremst horfa á myndina sjálfa, hafðu í huga:
Lýsingu þar sem að þú skoðar tækið og hvað þú ert að horfa á í tækinu
Er það DVD?
Hvernig er DVD spilarinn tengdur?
Hversu góð gæði eru í DVD myndinni sem að þú er að horfa á?
Gott er að taka með sér DVD mynd sem að þú þekkir þ.e.a.s. veist hvernig myndin á að vera uppá gæðin að gera. Og einnig hvort að þú fáir TV-tuner með, það er ekki enn komið í öll tæki. Ef að það er ekki TV-tuner í því/með því, þá ert bara með skjá, þú getur ekki horft á UHF rásir nema með afruglara/Vídjótæki eða öðru.
Vonandi hjálpaði þetta þér eitthvað :-)