Soundblaster X-Fi
Ég á við það vandamál að stríða að flest tónlistin mín er á mp3 formi en ég á þokkalegar græjur og orðinn dáldið leiður á því hvernig mp3 lögin hljóma í samanburði við diskanna þannig að ég var að gæla við að að kaupa Soundblaster X-fi. Mun lítið nota það við annað en að hlusta á tónlist, ég spila ekki pc leiki og horfi lítið á myndir í tölvunni. Ég var að spá hvort einhver sem hafi annað hvort reynslu eða vit á þessum kortum geti sagt mér hvort það sé eitthvað varið í þetta, eða hvaða týpu ég ætti að fá mér??